Styttist í gervigrasið


Nú fer að styttast í að framkvæmdum ljúki við breytingar á Ólafsvíkurvelli, á mánudag var hafist handa við að brjóta efni í burðarlagið undir gervigrasið. Byrjað er að aka efni í neðra burðarlagið sem er úr grófara efni og er reiknað með að því ljúki í þessari viku, ofan á það kemur jöfnunarlag af fínna efni. Að því loknu þarf síðan að malbika í kringum völlinn og
ef veður verður til friðs þá ætti að vera hægt að byrja að leggja gervigrasið á völlinn í kringum fyrstu helgi í maí.
Jafnframt verður farið í að reisa vallarhúsið en það mun ekki taka langan tíma þar sem um einingahús er að ræða frá Loftorku. Samkvæmt heimasíðu KSÍ er fyrsti heimaleikur Víkings laugardaginn 12. maí gegn HK, jafnvel bjartsýnustu menn gera sér grein fyrir að hæpið er að ná að spila þann leik á gervigrasinu, ef allt gengur upp þá ætti að verða mögulegt að leika fyrsta heimaleik Víkings á nýjum gervigrasvelli í byrjun júní, sá leikur er gegn Selfossi á sjómannadag, sunnudaginn 3. júní.