Sumarnámskeið

Nú er tími sumarnámskeiðana og í gær miðvikudag voru tvö lslík í gangi. Gissur íþrótta- og tómstundafulltrúi Stykkishólmsbæjar var á ferð með yngri krakkana við Íþróttahúsið en Ragnar Ingi Sigurðsson íþróttakennari var með skylmingahópinn sinn í góða veðrinu í Hólmgarði. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á skylmingar hér í Hólminum og voru viðtökur mjög góðar. Ragnar er reyndur skylmingamaður úr FH og leigði búnað þar fyrir námskeiðin í sumar, sem er all nokkur enda þarf að verja líkamann vel. Verið er að skoða að stofna skylmingadeild í Snæfelli fyrir haustið og bjóða upp á reglulegar æfingar.

am/frettir@snaefellingar.is