Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Taflan að verða klár

Nýlega var stundatafla Íþróttahússins gefin út og meðal nýjunga á henni í ár eru fimleikar og æfingar í frjálsum íþróttum fyrir yngstu bekki grunnskólans.

Að baki skipulaginu á fimleikatímum standa m.a. G Björgvin Sigurbjörnsson en eftir er að skipa stjórn fimleikadeildarinnar. Boðið er upp á fimleika á mánudögum fyrir 1.-4. bekk og var fyrsti tími s.l. mánudag. Þjálfari er Petrea Elfarsdóttir og aðstoðarþjálfari er Birta Sigþórsdóttir. Fimleikarnir fóru vel af stað en yfir 30 börn mættu í fyrsta tímann s.l. mánudag.

Frjálsar íþróttir fyrir 1.- 5. bekk eru á stundarskránni á miðvikudögum en þar eru þær Erla Friðriksdóttir og Eydís Eyþórsdóttir sem standa að skipulaginu, en þær mynda stjórn frjálsíþróttadeildar Snæfells. Þjálfari verður Dawid Einar Einarsson og honum til aðstoðar verður Birta Sigþórsdóttir.

Tímar gætu færst til eins og oft vill gerast á haustin í íþróttahúsinu meðan allt er að falla í rétta röð.

Fyrsti æfingaleikur hjá körlunum í körfunni var í vikunni þegar Snæfell mætti liði Grundarfjarðar en leiktímabilið er að hefjast hjá körfuknattleiksfólki og er fyrsti heimaleikur kvenna 7. október nk. þegar Snæfell mætir Keflavík í Dominosdeildinni.

am/frettir@snaefellingar.is