Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Tankbíll á Snæfellsnes

Slökkvilið Stykkishólmsbæjar hefur leitað að tankbíl í um eitt og hálft ár og hefur nú fest kaup á einum slíkum.

Bíllinn sem um ræðir kemur upprunalega frá Sviss en var keyptur frá Þýskalandi þar sem hann var notaður sem mjólkurbíll. Hann lítur vel út að sögn Guðmundar Kristinssonar, slökkviliðsstjóra, og er vel með farinn. „Við hefðum varla getað verið heppnari,” sagði hann í samtali við Stykkishólms-Póstinn.

Næst á dagskrá er að setja dælubúnað á tankinn. Að öðru leiti er bíllinn klár.

Þetta er fyrsti tankbíllinn hjá slökkviliði á Snæfellsnesi en Borgarbyggð hefur haft einn í notkun. Mikið samstarf er á milli slökkviliða á nesinu og við Borgarbyggð eins og sást í vor þegar sina brann við Vegamót í vor.

Bændur hafa margir haugsugur sem reynst hafa vel í slökkvistarfi þar sem erfitt er að komast í vatn.

Guðmundur segir að bíllinn muni koma sér vel þar sem sumstaðar sé ekkert vatn að hafa, nefnir hann Sauraskóg sem dæmi. Þar er mikil byggð og altumlykjandi mikill eldsmatur.

„Það er tímabært að fá einn svona,” segir Guðmundur að lokum.