Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Þangpramminn Sigri sjósettur og vígður í Stykkishólmshöfn.

Merkum áfanga var náð í vikunni þegar fyrirtækið Asco Harvester ehf sjósetti frumgerð sína af pramma til þaravinnslu í Stykkishólmshöfn.  Pramminn ber heitið Asco Viking, Sigri og var vígður í dag. Þróun og hönnun prammans markar tímamót í þangvinnslu þegar kemur að öryggi, afköstum og aðbúnaði ásamt því að opna önnur tækifæri í hreinsun sjávar og við annan sjávarslátt, eins og segir á Facebook síðu Asco Harvester.