Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur

Hátíðarhöld í tilefni af 17. júní voru með hefðbundnumhætti í Snæfellsbæ. Íslenski fáninn var dregin að húni um morguninn og klukkan 10:00 var landsbankahlaupið fyrir framan útibú Landsbankans í Ólafsvík. Góð þáttaka var og hlupu margir krakkar á aldrinum 5 til 16 ára mismunandi vegalengdir í hlaupinu. Að hlaupi loknu fengu allir þáttakendur viðurkenningarpening, buff og ís úr vél frá söluskála ÓK. Vegna veðurspár var dagskráin flutt í Íþróttahús Snæfellsbæjar en áður en þau hófust var boðið upp á HM keppni í fótbolta fyrir krakkana, skemmtu þau börn sem mættu sér konunglega á nýja gervigrasvellinum. Það var Auður Kjartansdóttir sem setti hátíðina en kynnir var Sólveig Bláfeld Agnarsdóttir, hátíðin var hefðbundin ávarp fjallkonu sem að þessu sinni var Birgitta Rún Baldursdóttir. Séra Óskar Ingi Ingason sóknarprestur sá um helgistund og þrjár eyjapæjur sem voru nýkomnar af Pæjumótinu í Vestmannaeyjum sýndu dans. Guðbjörg Helga Halldórsdóttir nýstúdent frá FSN flutti mjög svo skemmtilega ræðu þar sem hún talaði sérlega fallega um bæjarfélagið sitt og skólana á svæðinu. Alda Dís Arnardóttir söng nokkur lög við góðar undirtektir hátíðargesta áður en Menningarnefnd Snæfellsbæjar lauk hátíðarhöldunum með því að tilkynna Snæfellsbæing ársins, félagar úr Hesteigendafélaginu Hring buðu svo börnunum upp á að fara á hestbak í reiðhöllinni sinni glæsilegu.

þa