Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Þorrablót á Jaðri

Heimilisfólk á Dvalar­- og hjúkrunarheimilinu Jaðri ásamt starfsfólki og gestum hélt árlegt Þorrablót sitt í síðustu viku. Inga Jóhanna Kristinsdóttir forstöðu­ kona bauð gesti velkomna og vonaði að allir ættu ánægjulega stund en Þorrablótið er stærsti viðburðurinn sem fram fer á Jaðri á hverju ári og er þorrablótið alltaf hin besta skemmtun enda mikið í lagt og hjálpast starfsfólk og heimilisfólk að við undirbúninginn eins og hægt er.

Veislustjóri að þessu sinni var Pétur Steinar Jóhanns­son, stjórnaði hann borðhaldi og skemmtiatriðum af miklum myndugleik og kom þorrablóts­ gestum oft til að hlægja með sögum og bröndurum sem hann las upp. Hann stjórnaði einnig fjöldasöng og fékk til þess góða aðstoð en Valentina Kay sá um undirspilið og þeir Vigfús, Bjarni og Gunnar voru forsöngvarar. Sturla Böðvarsson flutti erindi þar sem hann sagði á skemmtilegann hátt frá æsku sinni og minntist margra sem búið hafa í Ólafsvík í gegnum tíðina. Söngdívurnar Guðrún Olga Gunnarsdóttir og Guðríður Sirrý Gunnarsdóttir sungu nokkur lög við undirleik Arnar Arnarssonar. Heppnaðist blótið með eindæmum vel eins og svo oft áður.