Þumalína

Litla lambið Þumalína hennar Kristínar Ben. fæddist 9. maí sl. og vó hún einungis 800 gr. Meðalþyngd lamba við burð er um 3,5-4,5 kg.

Fyrstu sólarhringana þarfnaðist hún mikillar umönnunar. Hún var þurrkuð með hárþurrku og gefið að drekka með sprautu.

Viku síðar hafði henni tekist að tvöfalda þyngd sína. Hún er afskaplega hress þrátt fyrir að vera örlítið bækluð á framfótum og fer í stuttu göngutúra um fjárhúsin

Í síðustu viku fór Þumalína í heimsókn á Dvalarheimilið í Stykkishólmi og vakti þar mikla lukku hjá íbúum og starfsfólki. Hún verður í Nýræktinni í sumar.