Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Tíðafar í júní

Stutt yfirlit á heimasíðu Veðurstofu Íslands gefur til kynna að tíðarfar hafi verið nokkuð hagstætt í júní á landinu öllu þrátt fyrir að hiti hafi verið í svalara lagi miðað við síðustu 10 ár. Sé hinsvegar litið til tímabilsins 1960 – 1990 var hiti yfir meðallagi á flestum stöðum.

Meðalhiti í Stykkishólmi var 8,5 stig sem er lækkun um u.þ.b. 1 gráðu síðustu 10 ár. Hæst fór hitinn í 15,4 stig en lægst í 1,3.

Úrkoma í Stykkishólmi mældist 30,5 mm.

Í Grundarfirði var meðalhiti 8,8 stig. Hæstur fór hitinn í 15 stig og lægst í 0,4.

Meðalhiti í Ólafsvík var 8,4 stig. Hæst fór hitinn í 14,2 en lægst í 2,7 stig.