Tíðarfarið í febrúar

Frá Stykkishólmi

Á sunnan- og vestanverðu landinu var fremur hlýtt og vætusamt í febrúar. Úrkoma mældist nær alla daga en mest varð hún í lok mánaðarins þegar snjó kyngdi niður, var snjódýptin í Reykjavík sú næstmesta sem mælst hefur, 51 cm.

Meðalhiti í Stykkishólmi var 2,4 gráður. Hæst fór hitinn upp í 9,6 gráður en lægst -6,4.

Í Grundarfirði var meðalhiti 2,8 gráður, hæsti hiti var 8,7 gráður og lægsti -5,5.

Hæsti meðalhiti þessa þriggja byggðakjarna var í Ólafsvík, 3,1 gráða. Hæstur var hitinn 8,6 gráður en lægstur -3,9.