Tilkynning um framkvæmdir við endurnýjun slitlags nokkurra gatna á vegum Stykkishólmsbæjar

Á næstu dögum verða framkvæmdir við eftirtaldar götur í Stykkishólmi.

Austurgata, Ásklif-Neskinn-Ásbrú, Hjallatangi, Lágholt, Skúlagata og Tjarnarás að hluta.

Húseigendur og vegfarendur við þessar götur  eru beðnir um að taka tillit til aðstæðna og þeirrar  truflunar sem verður vegna vinnuvéla sem eru notaðar við klæðninguna. Stjórnendur atvinnufyrirtækja á svæðinu eru beðnir um að taka tillit til þessara aðstæðna og skipuleggja flutninga að og frá vinnustöðum miðað við aðstæður. Frekari upplýsingar um tímasetningu framkvæmda eru veittar af bæjarverkstjóra Högna Friðriki Högnasyni í síma 8921189 og á skrifstofu Stykkishólmsbæjar í síma 4338100.