Tilkynning vegna auglýsingar um sölu húseigna Stykkishólmsbæjar.

Húsin séð frá lóð.
Húsin séð frá lóð.
Hús séð frá Norska húsinu
Hús séð frá Norska húsinu

Stykkishólmsbær auglýsti í Stykkishólmspóstinum  9.október 2014  eftir tilboðum í húseignir bæjarins.

Vegna fyrirspurna frá áhugasömum kaupendum um  afhendingartíma eignanna, gerð deiliskipulags og heimilda til stækkunar húsanna hefur verið ákveðið að framlengja tilboðsfrest í hús Tónlistarskólans við Skólastíg 11 og vegna húss Amtsbókasafnsins við Hafnargötu 7. Frestur til þess að skila inn tilboðum er gefinn til  5.janúar 2015 svo nægur tími gefist til þess að undirbúa svör við fyrirspurnum og bjóðendum gefist nægur tími til þess að undirbúa tilboð.

Nánari upplýsingar um eignirnar eru hér.