Tillaga að skólalóð

Fram eru komnar tillögur að endurhannaðri skólalóð við grunnskólann frá ráðgjafafyrirtækinu Landslagi. Skólalóðin hefur mátt muna sinn fífil fegurri og þessi tillaga sem enn er í vinnslu sjálfsagt byrjun á einhverju. Svo er spurning hvernig endaleg mynd verður og hvenær framkvæmdir komast af stað? Athygli vekur að sundlaugarlóð er minnkuð og akstursleið í gegnum tjaldsvæði fest í sessi. Hér er hægt er að skoða fleiri teikningar.

am/frettir@snaefellingar.is