Tjaldsvæði opin allt árið

Í síðustu viku var samningur Golfklúbbsins Mostra og Stykkishólmsbæjar um rekstur tjaldsvæðisins endurnýjaður. Helstu breytingar eru þær, sem nú liggja fyrir, er að tjaldsvæðið verður opið allt árið. Áform eru um lagfæringar og uppbyggingu  á svæðinu í samstarfi Mostra og bæjarins skv. upplýsingum frá bæjarstjóra.

Talsverðar framkvæmdir eru nú á veg í og við tjaldsvæðið þar sem unnið er að lagningu vatnslagnar að gistihúsum sem brátt verða tekin í notkun.

am/frettir@snaefellingar.is