Tjaldsvæðið opið

Búið er að opna tjaldsvæðið í Stykkishólmi fyrir sumarið. Í síðasta mánuði opnaði svæðið fyrir gesti og gátu þeir nýtt sér aðstöðu í skálanum til að þvo þvott o.þ.h. en starfsfólk hefur verið á svæðinu frá mánaðamótum með fastan opnunartíma. Svæðið var opið fram í október á síðasta ári og voru síðustu dagarnir með svipuðu sniði.

Það koma betur í ljós verkefnin sem fylgja aukningu ferðamanna. Sem dæmi má nefna það að tjaldsvæðið er óupplýst yfir vetrartímann þegar skammdegið skellur á, enda ekki gert ráð fyrir mikilli umferð tjaldgesta yfir vetrarmánuði við hönnun tjaldsvæða. Þó er það á teikniborðinu að bæta úr lýsingu á svæðinu sem og að bæta við tenglum. Einnig eru áform um að bæta aðstöðuna og byggja við þjónustuhúsið byggingu með aldunaraðstöðu og sætum fyrir gesti sem vilja skjól fyrir veðri og vindum. Nú þegar er Golfskálinn orðinn yfirfullur yfir háannatímann.

Fjöldahjálparstöð í skálanum

Nokkrir ferðalangar frá Tékklandi komust í hann krappann um miðja síðustu viku á tjaldsvæðinu. Hópurinn hafði gist eina nótt í tjöldum en miðvikudaginn 10. maí máttu þau heldur betur hafa hraðann á. Mikill og stífur vindur var þann dag og heljar úrkoma. Tjöldin blöktu eins og nammibréf í roki og engin leið var fyrir ferðalangana að koma sér fyrir. Allt lauslegt fauk frá þeim.

Þeim var boðið inn fyrir í Golfskálann til að gista næstu nótt enda ótækt að láta þá sofa undir berum himni í hávaðaroki. Voru ferðalangarnir vonum ánægðir með það.