Undirbúa árshátíð grunnskólans

Þessa dagana eru nemendur í 1. til 4. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar á fullu að undir­búa árshátíðina sína sem haldin verður þann 6. apríl næstkom­andi í Félagsheimilinu Klifi. Það er margt sem þarf að huga að fyrir svona hátíðir og hafa nem­endur verið að búa til og hanna leikmuni og sviðsmynd. Það hafa þau gert í hringekju og verið mjög dugleg og áhugasöm. Þau eru auðvitað líka byrjuð að æfa atriðin sín og gengur þessi vinna öll mjög vel. Það verður því mjög spennandi og gaman að sjá ársthátíðina þeirra í Klifi í byrjun apríl.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli