Undirskriftarlistar til stuðnings St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi var afhentur heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni á St. Franciskusspítala og Guðjóni Brjánssyni forstjóra HVE í dag. Rúmlega 630 aðilar skrifuðu undir skjalið og um 500 líkuðu við efnið á Facebook. 

Undirskriftarlistar afhentir heilbrigðisráðherra og forstjóra HVE

Undirskriftarlistar til stuðnings St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi var afhentur heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni á St. Franciskusspítala og Guðjóni Brjánssyni forstjóra HVE í dag. Rúmlega 630 aðilar skrifuðu undir skjalið og um 500 líkuðu við efnið á Facebook. 

Undirskriftarlistar til stuðnings St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi var afhentur heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni á St. Franciskusspítala og Guðjóni Brjánssyni forstjóra HVE í dag. Rúmlega 630 aðilar skrifuðu undir skjalið og um 500 líkuðu við efnið á Facebook. Sesselja Pálsdóttir fór fyrir hönd velunnara spítalans en í máli Sesselju kom fram að með undirskriftarlistunum væru íbúar svæðisins að sækjast eftir velvilja stjórnvalda og stjórnenda sjúkrahússins svo það megi eflast á ný. Í þau rúm 80 ár sem sjúkrahúsið hefur starfað í Stykkishólmi hefur aldrei verið bruðlað í rekstri en nú sé lokun í 7 vikur á ári og þjónusta skert. Móttökur velunnarra hjá íbúum svæðisins hafi verið mjög góðar og ekki hafi þurft að þrýsta á nokkurn mann um að skrifa undir heldur höfðu íbúar það á orði að það væri löngu orðið tímabært að sýna stuðning við sjúkrahúsið með þessum hætti.
Í máli ráðherra kom fram að fullur skilningur væri á mikilvægi spítalans hér í heimabyggð. Verkefni ríkisstjórnarinnar væru ærin og myndi fjárlagagerðin leiða í ljós hvernig best verður hægt að þjóna landsmönnum á heilbrigðissviðinu, hér í Stykkishólmi væri unnið mjög gott starf sem og annarsstaðar í heilbrigðisþjónustunni.