Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutar

Uppbyggingarsjóður Vesturlands varð til árið 2015 þegar Vaxtarsamningur og Menningarsamningur runnu saman í einn sjóð. Frá stofnun sjóðsins hefur hann veitt styrki að upphæð 105 m.kr. á Vesturlandi. Úthlutanir sjóðsins fara í styrki til menningarverkefna, stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála og styrki til nýsköpunar- og atvinnuþróunar.

Föstudaginn 4. apríl voru veittir styrkir að upphæð 38 m.kr. úr sjóðnum á sérstakri úthlutunarhátíð sjóðsins í Búðardal.

Eftirfarandi styrkjum var úthlutað í verkefni á Snæfellsnesi: 

Nýsköpun

 • Söguslóð – Sögustofan, 500.000 kr.
 • Lavaland Hagleikssmiðja – Þorgrímur Kolbeinsson, 400.000 kr.
 • Ferðaþjónusta um Þjóðgarð Snæfellsness – Way out west ehf., 300.000 kr.
 • Sögufylgd – Söguþjónusta á Snæfellsnesi – Ragnhildur Sigurðardóttir, 300.000 kr.
 • Grænn sölumaður – sjálfsali í sveit – Lavaland, 200.000 kr.
 • Kvasi – Júlíus Már Freysson, 200.000 kr.

 

Stofn- og rekstrarstyrkir

 • Menningardagskrá 2017 – The Freezer ehf., 1.000.000 kr.
 • Sjómannagarðurinn á Hellissandi – Sjóminjasafnið á Hellissandi, 600.000 kr.
 • Áfram veginn – aðhlynning og skráning safnmuna – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, 500.000 kr.
 • Átthagastofa Snæfellsbæjar, 500.000 kr.
 • Listsalur sýningar 2017 – Listvinafélag Stykkishólmskirkju, 500.000 kr.

 

Menning

 • Fjölmenningarhátíð 2017 – Sigurbjörg Jóhannesdóttir, 500.000 kr.
 • Sjósókn undir jökli og náttúran við haf og strönd – Sjóminjasafnið á Hellissandi, 500.000 kr.
 • Hönnun sýningarrýmis fyrir Ólafsvíkur-Svaninn – Snæfellsbær, 400.000 kr.
 • Leikskólastarf í Stykkishólmi í 60 ár – Leikskólinn í Stykkishólmi, 400.000 kr.
 • Unnsteinsson Quartet – Tónleikaferðalag – Örn Ingi Unnsteinsson, 400.000 kr.
 • Tónleikar 2017 – Listvinafélag Stykkishólmskirkju, 300.000 kr.
 • Rafmagnslaust í Rifi – The Freezer ehf., 300.000 kr.
 • Skotthúfan 2017 – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, 300.000 kr.
 • Sumarsýningar Norska hússins – BSH – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, 300.000 kr.
 • Námskeið – Svæðisgarðurinn Snæfellsjökull, 300.000 kr.
 • Tónleikaröð í Grundarfjarðarkirkju – Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju, 300.000 kr.
 • Júlíana – Hátíð sögu og bóka – 250.000 kr.
 • Pergon ehf. – 250.000 kr.
 • Uppruni eldfjalla Íslands – Eldfjallasafn, 200.000 kr.
 • Tónleikar – Karlakórinn Heiðbjört, 150.000 kr.
 • Klassískir tónleikar í Stykkishólmi – Sigrún Björk Sævarsdóttir, 150.000 kr.
 • Sumargleðin 2017 – Svæðisgarðurinn Snæfellsjökull, 100.000 kr.