Úr eldra blaði Stykkishólms-Póstsins

Blaðið sem varð fyrir valinu þessa vikuna er 14. tbl., 3. árg. sem kom út 3. apríl árið 1996.
Ritstjóri var Heimir L. Jóhannsson.

Blaðið var þá áskriftarblað, áskriftargjald var 400 kr. á mánuði en í lausasölu kostaði blaðið 120 kr.

Í aðsendri grein frá Eflingu er fjallað í fáeinum orðum um borgarafund sem haldinn var nokkru áður.
Á fundinum gerði bæjarstjórn grein fyrir fjárhagsáætlun bæjarins. Sýndar voru tillögur að þjónustuíbúðum og félagsaðstöðu aldraðra.
Til stóð, samkvæmt áætlun, að legga gras á „…og mun það vonandi bæta aðstöðu bæjarbúa til útiíþrótta og leikja.“

Raunverulegar fréttir blaða úr fortíðinni eru þó auglýsingarnar. Á forsíðu blaðsins má finna auglýsingu um dansleik á Skildi með Vinum vors og blóma.

Einnig er í blaðinu að finna auglýsingu frá Fíladelfíu um lækni sem kynnir fullkomna leið til hamingju og heilbrigði.

Eflaust muna lesendur eftir veitingastaðnum Knudsen. Laugardaginn 6. apríl var tilboðskvöld þar á bæ. Líklegast hefur það átt að vera tilboð á pizzu en samkvæmt auglýsingunni var hægt að fá 16″ pissu með tveimur áleggstegundum, 2l kók og popp á 1.350 kr.