Úr leik í bikar

Annar flokkur karla Snæfells­ness tók á móti Leikni Reykja­vík í bikarkeppni á síðasta föstudag. Leikurinn fór fram á Grundarfjarðarvelli í rigningu og roki. Snæfellsnes strákarnir átt mjög góðan leik þó úrslitin væru ekki að óskum. Áttu þeir góð færi og sýndu góða baráttu.

Konráð Rangarsson markvörður varði vítaspyrnu. Leikurinn endaði samt 1 ­- 2 fyrir Leikni og Snæfells­nes því úr leik í bikarkeppninni. Þess má geta að Leiknir leikur í B-­deildinni en Snæfellsnes í C-­deild. Fyrsti leikur strákanna í Íslandsmótinu er heimaleikur gegn Gróttu/Kríu laugardaginn 11. júní næstkomandi.