Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Útskrift Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Miðvikudaginn 24.maí brautskráðust 23 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félags- og hugvísindabraut brautskráðust Arna Margrét Vignisdóttir, Dominik Bajda, Emilía Sara Bjarnadóttir, Hafdís Helga Bjarnadóttir, Harpa Lilja Knarran Ólafsdóttir, Kristín María Káradóttir, Melika Sule, Patrycja Pienkowska, Rakel Arna Guðlaugsdóttir, Sanjin Horoz, Styrmir Níelsson, Svanlaugur Atli Jónsson, Særós Lilja T. Bergsveinsdóttir og Tinna Björk Stefánsdóttir. Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðust Árni Elmar Hrafnsson, Birna Sólbjört Jónsdóttir, Brynhildur Inga Níelsdóttir, Jón Glúmur Hólmgeirsson og Karen Líf Gunnarsdóttir. Af opinni braut brautskráðust Bergur Einar Dagbjartsson, Cyrenn Miah Bernaldez Casas, Cyrenn Sarah Bernaldez Casas og Lára Marý Lárusdóttir.
Athöfnin hófst á því að stórsveit Snæfellsness flutti lag. Sveitin er skipuð nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga og er jafnan fengin til þess að koma fram við hátíðleg tækifæri, enda stolt skólans.
Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir  brautskráði  nemendur og flutti ávarp.

Sólrún Guðjónsdóttir  aðstoðarskólameistari  afhenti  síðan nemendum viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Sveitarfélögin sem standa að skólanum gáfu viðurkenningarnar auk Arion banka, Landsbankans, Háskólans í Reykjavík og danska sendiráðsins.

Árni Elmar Hrafnsson var hæstu einkunnina á stúdentsprófi og var meða einkunn hans 9,32. Fékk hann veglega bókagjöf frá sveitarfélögunum og peningagjöf frá Landsbankanum. Hann fékk einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í stærðfræði, raungreinum, ensku og þýsku. Háskólinn í Reykjavík veitt Árna Elmari einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði og eðlisfræði. Karen Líf Gunnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og dönsku. Jón Glúmur Hólmgeirsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í list- og verkgreinum frá kvenfélaginu Gleym mér ei, kvenfélagið gaf einnig öllum nýstúdentum leiðbeiningar út í lífið. Hafdís Helga Bjarnadóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku og sálfræði. Rakel Arna Guðlaugsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í félagsfræði og sögu. Sanjin Horoz fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og þýsku og Cyrenn Sarah Bernaldez Casas fékk verðlaun fyrir góðan árangur í tungumálum.

Nýstúdentinn Jón Glúmur Hólmgeirsson flutti því næst lagið Aumtmn leafs ásamt kennara sínum Bent Marinóssyni.
Loftur Árni Björgvinsson flutti kveðjuræðu fyrir hönd kennara og starfsfólks og Silja Rán Arnarsdóttir flutti ræðu fyrir hönd fimm ára stúdenta.

Nýstúdentinn Karen Líf Gunnarsdóttir hélt kveðjuræðu fyrir hönd nýstúdenta þar sem hún kvaddi skólann og starfsfólk hans.

Að lokum sleit skólameistari skólaárinu 2016-2017 og bauð gestum í kaffi og kökur.

Ljósmynd:  FSN