Útskriftarferð

Fimmtudaginn 7. júní s.l. fóru elstu börnin á Kríubóli í útskriftarferð. Lagt var af stað kl. 9 um morguninn og lá leiðin út á Öndverðarnes þar sem við skoðuðum brunninn Fálka og bæjarrústirnar sem þar eru.
Þaðan lá leiðin á Malarrif þar sem við kíktum á leiktækin og í Gestastofuna. Að því loknu var haldið að Stóra Kambi og farið á hestbak. Hádegisnestið var borðað á Arnarstapa og auðvitað var Bárður Snæfellsás heimsóttur. Leiðin lá síðan í selafjöruna við Tungu í Staðarsveit og endaði ferðalagið í pítsuveislu á Hrauninu. Það voru þreytt en ánægð börn sem komu loks í leikskólann í lok ferðalagsins.
Við viljum þakka fyrir sérstaklega góðar móttökur alls staðar sem við komum. Gestastofunni fyrir að fá að koma og skoða. Fjölskyldunni á Stóra Kambi fyrir að bjóða okkur á hestbak, pönnukökur og Svala. Ólínu á Ökrum fyrir að leyfa okkur að grilla samlokur fyrir utan samkomuhúsið. Jóni á Hrauninu fyrir að bjóða upp á pítsuhlaðborð og ís.

Börn og kennarar á Listabóli