Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Veitingar í Stykkishólmi

Stór hluti gangandi fólks um bæinn eru ferðamenn. Þessir ferðamenn þurfa að setjast niður einhversstaðar til þess að borða. Þegar margir eru í bænum er oft erfitt að fá sæti. Ein helsta gagnrýni fólks á veitingastaði á þar til gerðum heimasíðum er sú að erfitt er að finna borð á veitingastöðunum. Þeir eru svo yfirfullir.

Einn af stærstu veitingasölunum hefur staðið auður í vor, Plássið. Iðulega sést til ferðamanna nema staðar fyrir framan og athuga hvort ekki sé opið. Húsið hefur verið á sölu en er það ekki lengur. Á allra næstu dögum má vænta tilkynningar um það hvað muni verða. Bæjarbúar og gestir eiga þá kost að geta valið úr einum veitingastað til viðbótar við flóruna.

Aðrir staðir í Stykkishólmi þar sem hægt er að setjast niður og borða máltíð, innandyra sem utan, eru: Meistarinn, Grill 66, Finsens fish & chips, Sjávarpakkhúsið, Narfeyrarstofa, Stykkið, Bakaríið, Fosshótel og Skúrinn.