Veitingastaðurinn Sker opnar í maí

Undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir vegna nýs veitingastaðar sem opna mun í Ólafsvík í húsnæði gamla Sparisjóðs Ólafsvíkur.
Veitingastaðurinn mun fá nafnið Sker. Þessa dagana er verið að hreinsa út úr húsnæðinu áður en hafist verður handa við uppbygginguna en stefnt er að því að opna í maí. Að veitingastaðnum standa Arnar Laxdal, Bryndís Ásta Ágústsdóttir og Lilja Hrund Jóhannesdóttir.
Gera þau ráð fyrir að vera með sæti fyrir 70 til 100 manns og er ætlunin að setja upp fjölskylduvænan stað og bjóða upp á mat á hagstæðu verði. Munu þau sjá alfarið sjálf um hanna útlitið innanhús. Hannyrðaverslunin Rifssaumur sem hefur verið starfrækt í Rifi til margra ára mun flytja og verður einnig staðsett í húsnæði gamla sparisjóðsins en þar mun Katrín Gísladóttir móðir þeirra Arnars og Lilju Hrundar ráða ríkjum eftir sem áður. Ætlun fjölskyldunnar er að vera með hráefni úr héraði við eldamennskuna en það er Lilja Hrund sem verður yfirkokkur á Skerinu, en hún er nýútskrifuð sem matreiðslumaður.
Útsýnið á veitingastaðnum verður ekki af verri endanum en búið er að setja glugga í þá hlið húsnæðisins sem snýr að höfninni. Þegar búið er að opna verður því hægt að njóta góðra veitinga og útsýnis.

þa