Vel safnaðist í Hljóðfærasjóð

Jósep Blöndal varð sjötugur um helgina og bauð af því tilefni bæjarbúum á tónleika í Stykkishólmskirkju. Þar stigu á stokk ýmsir tónlistarmenn, þ.á.m. afmælisbarnið og afkomendur.

Jósep sagði í tilkynningu að gjafir væru afþakkaðar, enda ætti hann flest, ef ekki allt, sem hann þyrfti og vantaði ekkert efnislegt. Fólk var heins vegar minnt á að Hljóðfærasjóður Tónlistarskóla Stykkishólms tæki við frjálsum framlögum. Sá sjóður var stofnaður fyrir 20 árum, á fimmtugs afmæli Jóseps. Sjóðurinn nýtist í hljóðfærakaup skólans.

Gestir hafa verið gjafmildir um helgina því það söfnuðust um 300.000 kr. í sjóðinn.

Vilji fleiri leggja góðu starfi lið er þeim bent á reikningsnúmer sjóðsins:

0309-13-700145

650269-3579

Myndir af tónleikunum má sjá hér.