Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Verzlunin blómstrar

S.l. föstudag var svokallaður Svartur föstudagur og kepptust verslanir um allan heim að bjóða ómótstæðileg tilboð til neytenda. Í kjölfarið kom svo mánudagur með öll sín nettilboð. Fréttir herma að sala hafi verið með mesta móti hér innanlands sem utan. Það var fjölmennt í Bókaverzlun Breiðafjarðar sem bauð upp á kvöldopnun á föstudagskvöldið til að taka þátt í Svarta föstudeginum. Fullt var út úr dyrum lungann af opnuanrtímanum og vitnuðu kaupmenn til um það að sala hafi verið mjög góð. Hafa því margir verslað jólagjafir og annað fallegt í heimabyggð þennan daginn.

am