Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Vetrarþjónusta

Í síðustu viku voru tilboð opnuð á vegum Vegagerðarinnar í vetrarþjónustu á Vatnaleið og Snæfellsnesveg fyrir árin 2018-2021. Tilboð bárust frá tveimur fyrirtækjum, Gussi ehf og BB og synir ehf í Stykkishólmi. Tilboð Gussa hljóðaði upp á 20.010.000 en tilboð BB og sona upp á 18.751.428 kr.

Þjónustan snýst um mokstur á Vatnaleið, Stykkishólmsvegi, Snæfellsnesvegi frá Heydal að Staðastað og frá Stykkishólmsvegi að Narfeyri.

am/frettir@snaefellingar.is