Víðavangshlaup á sumardaginn fyrsta

Á fimmtudaginn gefst börnum og unglingum tækifæri á að taka þátt í víðavangshlaupi í boði foreldrafélagsins. Hlaupið verður í þremur aldursflokkum, allt frá leikskólaaldri upp í efstu bekki grunnskóla.

Að hlaupi loknu verður grillveisla fyrir þátttakendur. Til þess að hvíla þreytta fætur verður þátttakendum einnig boðið að skella sér í sundlaugina.

Spáin fyrir sumardaginn fyrsta er slæm en skipuleggjendur eru vongóðir að veðrið verði viðráðanlegt. Það verður þá alltaf hægt að klæða sig eftir veðri og hlaupa sér til hita.