Viðburðarík áskrift

Á heimasíðu Snæfellinga.is má finna viðburðardagatal. Á því dagatali má finna helstu viðburði á Snæfellsnesi, staðsetningar þeirra og tímasetningar. Hægt er að gerast áskrifandi að uppfærslum dagatalsins á síðunni. Það er einföld aðgerð, fyrir neðan dagatalið er að finna hnappa fyrir Google dagatal annars vegar og iCal dagatal hins vegar. Nýtingin á áskriftinni er vissulega háð því að notandinn nýti sér þessi dagatöl. Líklegt er að margir hafi þann aðgang án þess að gera sér grein fyrir því. Google dagatalið er t.a.m. tengt Gmail-aðgangi sem ótal margir hafa.

Hægt er að smella á fyrrgreinda hnappa og fylgja leiðbeiningunum sem koma í framhaldinu.

Í persónulegum stillingum er svo hægt að fá tilkynningar um atburði beint í símann svo enginn áhugaverður atburður fari framhjá manni.

Atburðir sem koma fram í Stykkishólms-Póstinum og Bæjarblaðinu Jökli fara allir í viðburðardagatalið. Auglýsingar sem birtast í Stykkishólms-Póstinum fara einnig á dagatalið auk þess að fara inn sem sér færsla á Facebook.