Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Vinningsliðið

Snæfell UDN átti heimaleik s.l. þriðjudag við Stálúlf og lauk þeim leik með 3-0 sigri Snæfells. Veðrið lék við áhorfendur og leikmenn og völlurinn í ágætis ásigkomulagi. Mörk Snæfells skoruðu Paulius Osauskas, Damian Mciej Wota og Almantas Vansevicius.

Áhorfendur voru að venju einnig utan vallar og þá ekki síst á tjaldsvæðinu sem var þétt skipað. En brátt dregur til tíðinda fyrir áhorfendur kappleika á Stykkishólmsvelli. Næsti heimaleikur Snæfells, sem er í öðru sæti fjórðu deildarinnar, verður í upphafi danskra daga. Þá verða sætin góðu tekin í notkun og að sjálfsögðu eru þau rauð í stíl við danska fánann. Áhugasamir fótboltaunnendur og aðrir velviljaðir eru hvattir til að mæta á völlinn á þann leik, þar sem att verður kappi við Berserki úr Reykjavík.

am/frettir@snaefellingar.is