Völlurinn vígður

Nýr Ólafsvíkurvöllur var vígður við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 13. júní síðastliðinn.
Hófust hátíðarhöldin á því að safnast var saman í Sjómannagarðinum í Ólafsvík þar sem grillaður voru pylsur og boðið upp andlistmálningu. Var því næst gengið í skrúðgöngu fyrir trommuslætti niður á völlin þar sem Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar flutti ávarp áður en fyrrverandi leikmenn Víkings þeir Gunnar Gunnarsson og Gylfi Scheving klipptu á borðan ásamt Sigrúnu Ólafsdóttur Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og dyggri aðstoð ungra knattspyrnuiðkenda í bæjarfélaginu.

þa