Votlendi á Snæfellsnesi

Í skýrslu frá samráðshóp um endurheimt votlendis sem kom út árið 2016 höfðu 4.200 km2 votlendis verið ræst fram en einungis 570 km2 þess lands voru skv. skýrslunni nýttir til jarðræktar. Losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi er veruleg og einnig hefur framræsla haft áhrif á líffræðilega fjölbreytni og eiginleika lands til að miðla vatni og næringarefnum. Skv. skýrslunni er greinilega áhugi fyrir því hjá landeigendum að endurheimta votlendi en með því má örva fuglalíf og fiskigengd auk þess að sporna við loftlagsbreytingum. Fimmtudaginn 30. ágúst verður haldinn upplýsinga- og samráðsfundur um endurheimt votlendis á Breiðabliki kl. 20.30 Allir eru velkomnir á fundinn.  Á fundinum verða erindi um loftslagsmál, endurheimt votlendis, vísindin á bak við endurheimt votlendis, hvernig endurheimt fer fram, reglur og lög, sauðfjárrækt og hlutverk Votlendissjóðsins fyrir landeigendur. Ítarleg dagskrá fundarins er hægt að skoða á snaefellingar.is

Fréttatilkynning