Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

X-ið og Ásbyrgi

Skipavík hyggst byggja húsnæði á Aðalgötu 22, þar sem nú stendur húsnæði sem síðast hýsti félagsmiðstöðina X-ið. Bæjarstjóra hefur verið veitt heimild að ganga til viðræðna við Skipavík um að taka fyrirhugað húsnæði á leigu undir fjölnota félagsmiðstöð.

Áætlanir Skipavíkur eru reisa húsnæði á einni hæð sem hægt væri að nýta undir félagsmiðstöð fyrir unglinga og Ásbyrgi, en mikið hefur verið fjallað um húsnæðisskort þess undanfarið. Ásbyrgi, vinnustaður fólks með skerta starfsgetu, er fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér húsnæði sitt.

Núverandi húsnæði á Aðalgötu 22 hentaði illa fyrir X-ið sem hefur flutt starfsemi sína tvisvar á innan við áratug.

Enn er allt á byrjunarstigi og endanlegar teikningar ekki klárar. Engu að síður áformar Skipavík að hefja byggingu á haustmánuðum gangi allt eftir. Gólfflötur hússins verður um 350 fermetrar, til samanburðar er verslunarhúsnæðið við hliðina á lóðinni 550 fermetrar.