Fótbolti í blóma

Snæfellsnessamstarfið í fótbolta hefur heldur betur sannað gildi sitt síðan því var komið á fyrir nokkrum árum. Krakkar af Snæfellsnesi æfa undir merkjum fótboltasamstarfsins allt árið um kring en eins og gefur að skilja er flestum leikjum lokið á þessari leiktíð. Í lok leiktíðar hefur það tíðkast að fótboltamaraþon er sett upp til fjáröflunar fyrir starfið. Krakkarnir ganga þá í hús vikuna á undan og safna áheitum. Að þessu sinni verður fótboltamaraþonið 22.-23. september nk. í íþróttahúsinu í Snæfellsbæ. Fyrirtæki eru hvött til að taka þátt í maraþoninu og styrkja þetta öfluga starf, því þetta er umfangsmesta fjáröflun samstarfsins.