Strákarnir í 9.flokki í körfuboltanum spiluðu síðustu umferðina  í sínum riðli síðustu helgi í Hafnarfirði.

9.flokkur í úrslit

Strákarnir í 9.flokki í körfuboltanum spiluðu síðustu umferðina  í sínum riðli síðustu helgi í Hafnarfirði.

Strákarnir í 9.flokknum spiluðu síðustu umferðina  í sínum riðli síðustu helgi í Hafnarfirði.  Þeir enduðu þar í 4 sæti riðilsins sem þýðir það að þeir eru komnir í úrslitakeppnina í 9.flokki.  Það er útsláttarkeppni þar sem liðið í efsta sæti spilar við liðið í 4 sætinu og sigurliðið fer í úrslitaleikinn.  Þar sem að okkar menn lentu í 4 sætinu þá mæta þeir enn og aftur liði Fjölnis sem hafa verið nánast ósigrandi í þessum aldursflokki og strákarnir töpuðu reyndar fyrir þeim í úrslitum bikarsins fyrir nokkrum vikum.  En nú fá Snæfellingar annað tækifæri til að sigra lið Fjölnis og þá er bara að gefa allt í þann leik og sjá hve langt það dugar.  En hvernig sem fer þá hafa strákarnir í 9.flokknum náð frábærum árangri í vetur, fengu silfrið í bikarnum og eru nú í fjögurra liða úrslitum í Íslandsmótinu.  Það er frábær árangur til hamingju með það drengir og þá má heldur ekki gleyma þætti þjálfarans Jóns Ólafs Jónssonar sem hefur heldur betur verið að skila sínu fyrir Snæfell í vetur bæði sem þjálfari yngri flokka og leikmaður meistaraflokks.

Úrslit leikjanna síðustu helgi hjá 9.flokki voru:
Snæfell – Breiðablik        58-54
Snæfell – Fjölnir               37 – 87
Snæfell  – Skallagrímur  50-54
Snæfell – Keflavík            56-44
Snæfell – Haukar            46- 59