Þriðjudagur , 14. ágúst 2018
Eitthvað hafa þeir verið að hringla með úrslitaleikina hjá stelpunum í 10.flokki og hjá strákunum í 9.flokki.  Nú virðist þetta loks verða klárt og verða leikirnir spilaðir dagana 28-30.apríl.

9.flokkur og 10.flokkur í úrslitum

Eitthvað hafa þeir verið að hringla með úrslitaleikina hjá stelpunum í 10.flokki og hjá strákunum í 9.flokki.  Nú virðist þetta loks verða klárt og verða leikirnir spilaðir dagana 28-30.apríl.

Stelpurnar í 10.flokknum byrja á föstudeginum kl.18:30 með leiknum gegn Haukum.  Þær eru svo í fríi laugardeginum 29.apríl en strákarnir í 9.flokknum spila þá sinn leik kl. 10:30 við Fjölni.  Sigri krakkarnir sína leiki komast þau í úrslitaleikina á sunnudeginum 30.apríl, sem eru þá hjá strákunum í 9.flokki kl. 10:00 gegn sigurliðinu úr leik Hauka og Skallagríms.  Stelpurnar hins vegar spila þá kl.12:00 gegn sigurliðinu úr leik Keflavíkur og Grindavíkur.  Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll.
   Svo er hér með til gamans auglýsing þeirra félaga á blogsíðunni ,,pungsvitanum“ en flestir þeirra eru reyndar í 9.flokknum. auglýsing

Þetta lítur þá svona út:
Föstudag 28.apríl
10.flokkur stúlkur  kl.18:30  Snæfell – Haukar
Laugardag 29.apríl
9.flokkur drengja kl.10:30   Snæfell – Fjölnir
Sunnudagur 30.apríl
Úrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitilinn
9.flokkur drengja kl.10:00    Snæfell/Fjölnir – Haukar/Skallagrímur
10.flokkur stúlkna kl.12:00  Snæfell/Haukar – Keflavík/Grindavík

                                                                             ÁFRAM SNÆFELL!