Miðvikudagur , 20. febrúar 2019
Það var vitað að það yrði um ramman reip að draga fyrir Snæfellinga gegn Fjölni í úrslitaleiknum í bikarnum í 9.flokki. 

9.flokkur Snæfells tapaði úrslitaleiknum

Það var vitað að það yrði um ramman reip að draga fyrir Snæfellinga gegn Fjölni í úrslitaleiknum í bikarnum í 9.flokki. 

Það var vitað að það yrði um ramman reip að draga fyrir Snæfellinga gegn Fjölni í úrslitaleiknum í bikarnum í 9.flokki. 
   Eins og kom fram í stuttu spjalli við Jón þjálfara strákanna á föstudaginn, þá hafa Fjölnisstrákarnir verið með yfirburðalið í þessum aldursflokki í nokkur ár og því ljóst fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur.  Enda fór það svo að Fjölnir bar sigur úr býtum 72-44 og kannski var það svo að Snæfellingar hafa ekki alveg trúað á sigurinn sjálfir.  Nánar um það síðar á íþróttasíðunni.
Nánar um tölfræðina í leiknum má sjá hér.