Bætti Íslandsmet enn á ný!

birtaSvokallað Kastmót FH var haldið í Kaplakrika í dag, gamlársdag. Mótið er öðrum þræði haldið síðasta dag ársins til að kastarar í frjálsum íþróttum víða um land geti freistað þess að bæta met ársins. Birta Sigþórsdóttir í Snæfelli/HSH tók þátt í mótinu í dag og gerði sér lítið fyrir og setti sitt þriðja Íslandsmet. Nú í kúlvarpi 13 ára stúlkna með 2kg kúlu. Birta hefur sett hvert metið á fætur öðru s.l. ár en í dag bætti hún Íslandsmetið um 28 cm sem sett var árið 2007 og kastaði 14,48 m í dag.