Fimmtudagur , 23. nóvember 2017
Það hrukku margir við þegar í ljós kom að Bárður yrði ekki þjálfari Snæfells á næstu leiktíð og væri búinn að gera samning við ÍR.

Bárður Eyþórsson þjálfari ÍR tekinn tali

Það hrukku margir við þegar í ljós kom að Bárður yrði ekki þjálfari Snæfells á næstu leiktíð og væri búinn að gera samning við ÍR.

Það hrukku margir við þegar í ljós kom að Bárður yrði ekki þjálfari Snæfells á næstu leiktíð og væri búinn að gera samning við ÍR.  Það er á engan hallað þó að sagt sé að Bárður sé maðurinn á bak við gott gengi Snæfells undanfarin ár.  Hann hefur alltaf verið umdeildur, var það sem leikmaður og ekki síður sem þjálfari en hefur hins vegar alltaf haldið sínu striki og hefur á sínum fimm árum sem þjálfari meistaraflokksins þroskast sem þjálfari í það að vera kjörinn þjálfari ársins þetta tímabil.  Þannig að Bárður getur gengið sáttur frá Snæfelli og þá ekki síður forráðamenn og stuðningsmenn Snæfells sem hljóta að eiga eitthvað í þroskaferli Bárðar sem þjálfara.

Stykkishólms-Pósturinn átti stutt spjall við Bárð í tilefni þessara tímamóta.

 

Til hamingju með nýja starfið og það að hafa verið kjörinn þjálfari ársins.

Takk fyrir það.

 

Kom það þér á óvart að vera kjörinn þjálfari ársins?

Nei það kom mér kannski ekki á óvart þar sem ég legg allan minn metnað í þjálfunina,  maður gerir samt ekki ráð fyrir titlinum en verður að sama skapi afskaplega stoltur af árangrinum og að aðrir meti það einnig sem maður er að gera.

 

Hvað kom til að þú ákvaðst að söðla um núna? Var eitthvað ósætti eða var þetta e.t.v skyndihugmynd?

Samstarf mitt við KKD.Snæfells hefur alltaf verið mjög gott og þá sérstaklega við formanninn Gissur Tryggvason sem er einstök persóna og frábært að vinna með og fyrir.

Ég hef alltaf reynt að meta stöðuna eftir hvert tímabil hvað skuli gera og þess háttar.

Ég hef reyndar heyrt það útundan mér að þetta hafi verið bara einhver skyndihugmynd sem var gerð í fljótfærni og sú saga er mjög góð og hef ég alltaf gaman af góðum sögum sem eru gerðar um okkur út í loftið,  fólk verður jú að hafa eitthvað að tala um

.

Af hverju IR? og
Mér leist mjög vel á Í.R  bæði leikmennina og einnig þá sem standa að félaginu.

 

Hvað er samningurinn til margra ára?

Samningurinn er til 4 ára og hlakka ég mjög til að byrja.

 

Voru fleiri lið að ræða við þig?

Það voru nokkur lið bæði í efstu og næst efstu deild sem höfðu samband en mér leist best á Í.R.

Verður þjálfarastarfið á einhvern hátt öðruvísi hjá ÍR-ingum en það var hjá Snæfelli?

Nei í sjálfum sér verður það ekkert öðruvísi þetta er bara nýtt lið og nýr mannskapur.

 

Kemurðu til með að þjálfa marga flokka hjá IR-ingum?

Ég kem bara til með að þjálfa meistaraflokkinn.

 

Heldurðu að ÍR-ingarnir komi nokkurn tíma til með að eiga séns í Snæfell?

Sjáum til, ég hef alltaf farið í leiki til að vinna þá og það kemur ekki til með að breytast. 

Að lokum langar mig að nota tækifærið og þakka öllum fyrir stuðninginn við mig og Snæfell í þessi 5 ár sem ég hef verið þjálfari,  þetta hefur verið einstakur tími þar sem jákvæðnin hefur verið í fyrirrúmi sem hefur gert umhverfið í kringum liðið mjög gott og vona ég að næsti þjálfari fái sömu jákvæðni og ég fékk þá verður Snæfell áfram í fremstu röð.

 

Tek undir þessi lokaorð Bárðar um leið og ég þakka honum fyrir spjallið.
                                                                                                
srb