Botnslagur hjá stelpunum

Snæfell mætir Fjölni kl.19:15 í kvöld í Iceland Expressdeild kvenna. Það er ekki vafi á þvi að Snæfellsstelpurnar ætla ekki að gefa Fjölni neitt í kvöld heldur sækja sinn annan sigur og komast þar með upp fyrir Fjölni í deildinni. Fjölnir vann fyrri leik liðanna í Reykjavík þar sem Snæfell náði sér engan vegin á strik. Kirsten Green leikur sinn fyrsta heimaleik með Snæfelli og verður spennandi að sjá hvort hún nái sér á strik í kvöld.

Sigur í kvöld er mjög mikilvægur fyrir Snæfell því það eru aðeins tveir leikir eftir fram að uppskiptingunni í riðla en þangað fara liðin með þau stig sem þau hafa unnið fram að því. Fjölnir verður með þeim í riðlinum þannig að leikurinn er sannkallaður fjögurra stiga leikur. Bæði lið eru nú með 2 stig og það lið sem sigrar í kvöld nær að höggva á forskot næst liðs á undan sem er Grindavík með 8 stig. Grindavík gæti að vísu haldið muninum áfram í 6 stigum með sigri á efsta liðinu Haukum í kvöld.

Staðan í deildinni