Dagný Rut fékk bronsverðlaun á Akureyri

Síðastliðinn fimmtudag fór fram Akureyrarmeistaramót í BR 50 flokki í riffilskotfimi á skotæfingasvæði Skotfélags Akureyrar. 11 keppendur voru mættir til leiks og þar af 3 frá Skotfélagi Snæfellsness. Dagný Rut gerði sér lítið fyrir og náði í bronsverðlaun, en Dagný Rut hefur verið að ná frábærum árangri í þeim mótum sem hún hefur tekið þátt í.  Það má með sanni segja að hún eigi framtíðina fyrir sér í þessari íþróttagrein því Dagný hefur aðeins stundað skotfimi í eitt ár.

Síðar í þessum mánuði ætlum við í Skotfélagi Snæfellsness að halda „Konukvöld” á æfingasvæði félagsins þar sem öllum konum og stelpum verður boðið að koma og kynna sér þessa skemmtilegu íþróttagrein, en til gamans má geta að Dagný Rut prófaði þessa íþrótt í fyrsta skipti einmitt á konukvöldi fyrir ári síðan.

Fréttatilkynning