Fimmtudagur , 23. nóvember 2017
Meistaramótinu hjá Mostra lauk í síðustu viku og þar sigruðu án forgjafar þau Karín Herta Hafsteinsdóttir og Einar Gunnarsson.

Einar og Karín meistarar hjá Mostra

Meistaramótinu hjá Mostra lauk í síðustu viku og þar sigruðu án forgjafar þau Karín Herta Hafsteinsdóttir og Einar Gunnarsson.

Úrslitin urðu annars þessi:
Unglingaflokkur
Án forgjafar
1.sæti Kristján Pétur Andrésson á 334 höggum
2.sæti Guðni Sumarliðason á 376 höggum
3.sæti Svanur Valentínusson á 405 höggum

Punktakeppni:
Tölvukerfið var eitthvað að stríða Mostramönnum/meyjum í lok mótsins, þannig að það var ekki hægt að fá úrslit í punktakeppninni. Úrslit væntanleg síðar.

Kvennaflokkur
Án forgjafar
1.sæti Karín Herta Hafsteinsdóttir á 360 höggum
2.sæti Sara Jóhannsdóttir á 361 höggi
3.sæti Íris Huld Sigurbjörnsdóttir á 381 höggi

Með forgjöf
1.sæti Auður Kjartansdóttir á 282 höggum
2.sæti Unnur Valdimarsdóttir á 288 höggum
3.sæti Sara Jóhannsdóttir á 293 höggum

Karlaflokkur

Án forgjafar
1.sæti Einar Gunnarsson á 296 höggum
2.sæti Vignir Sveinsson á 305 höggum
3.sæti Rúnar Gíslason á 319

Með forgjöf
1.sæti Vignir Sveinsson á 269 höggum
2.sæti Rúnar Gíslason á 283 höggum
3.sæti Einar Gunnarsson á 284 höggum

Skv. þessu eru Einar og Karín Herta klúbbmeistarar Golfklúbbsins Mostra.