Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

FH-ingar lagðir

Strákarnir í 5.flokki í fótboltanum spiluðu gegn knattspyrnustórveldinu FH á þriðjudaginn og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í báðum leikjum. 

Það voru bæði A og B lið félaganna sem mættust og  sigraði A liðið 5-0 og B liðið 1-0.  Liðið sem spilaði er samsett úr 5. flokki frá Snæfelli og Víkingi Ólafsvík.  Það er greinilegt að þessi blanda virkar vel því strákarnir stóðu sig feikna vel og verður gaman að sjá hvernig gengur hjá þeim í næstu viku, á miðvikudaginn í Grafarvoginum gegn Fjölni.

 

Hart barist.
Koma svo strákar! Þjálfaradúettinn var ansi skemmtilegur á línunni.
Sólað fram hjá tveimur FH-ingum.
Menn voru kátir á bekknum en svolítið kalt.