Fimm frá Snæfelli

Snæfell kvk íslandsmeistarar 2014Fimm leikmenn úr liði Íslandsmeistara Snæfells hafa verið valdir í 26 leikmanna æfingahóp kvennalandsliðsins sem hefja mun æfingar næstu helgi 2.-4.maí.  fyrir verkefni sumarsins.  Það eru þær Eva Margrét Kristjánsdóttir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir,  Hildur Björg Kjartansdóttir og Hildur Sigurðardóttir.  Framundan hjá kvennalandsliðinu er þátttaka í C-riðli í Evrópukeppninni sem fara mun fram í Austurríki 14.-19.júlí og fyrir þá keppni mun landsliðið  m.a. leika tvo æfingaleiki við Dani hér heima 9. og 10.júlí. Sjá nánar á vef KKÍ.