Þriðjudagur , 14. ágúst 2018

Fjör á Smábæjarleikum

Fríður hópur stúlkna og stráka úr 4.flokki Snæfells í fótboltanum fór á Smábæjarleika á Blönduósi síðastliðna helgi.  Með í för voru líka strákar úr Víkingi Ólafsvík og spiluðu með í sameiginlegu liði félaganna.  En hér kemur nánari lýsing á ferðinni.

Helgina 23. – 25. júni  fórum við nokkrir foreldrar ásamt þjálfara og fjölskyldu á Smábæjarleika í fótbolta á Blönduós.  Það voru aðeins 4 flokkur stelpna og stráka, 5 flokkur stelpna komst ekki þar sem ekki var næg þátttaka en 4fl. stelpna fékk 3 með sér úr 5 fl. og eina úr 6 fl. Þetta var frábært í alla staði, stutt í allt við lögðum bílunum við skólann á föstudagskvöldið og þeir voru ekki hreyfðir fyrr en á sunnudeginum þegar við fórum.   Það var keppt á 6 völlum, við vorum á velli 3, 2 og 1 strákarnir einungis á velli 3.  Stelpurnar spiluðu 6 leiki, en strákarnir 7 leiki, það kom tvisvar fyrir að þau kepptu á sama tíma þannig að Palli(tvíburapabbi) stjórnaði stelpunum og Rabbi fylgdist með af miðlínu.  Stelpurnar unnu 2 leiki og töpuðu naumlega 4 leikjum, voru bara með tvo varamenn, strákarnir unnu 6 leiki og gerðu eitt jafntefli og það voru 7 varamenn hjá þeim, Rabbi var búinn að fá lánaða 5 menn frá Víking Ólafsvík því það var tvísýnt með þátttöku og leiðinlegt að afturkalla á síðustu stundu og þar af leiðandi mismikið hvað hver og einn fékk að spila en þannig er það bara.  Uppskeran alveg frábær, strákarnir fengu gullið og stelpurnar bronsið og stelpurnar fengu að auki háttvísisverðlaun KSÍ.  Morgunverður var vel útilátin Kornfleks, Cherrios, Súrmjólk m/brúnku, brauð m/osti eða skinku.  Hádegismatur voru Kjötbollur með soðnum kartöflum, sósu og sultu.   Kvöldmatur Svínahamborgarahryggur m/soðnum eða brúnuðum kartöflum, maisbaunum og sósu svo gastu valið um að fá mjólk, vatn eða appelsínusafa að drekka með.  Vallarnesti var banani, svali og ostaslaufa.  Grillið í lokin voru pylsur eins og hver og einn gata borðað og gos í dós.  Veitingatjald var í jaðri vallarins þegar þú komst inn á svæðið og stólar og borð, þar gátum við keypt á vægu verði heitar samlokur, kakó, kaffi, safa, gos, muffins, donuts, súkkulaði og sleikjó.  Veðrið var með eindæmum gott og sumir urðu eins og eldhnettir, sólarvörnin og after sun sem læðst hafði með í snyrtitöskunni, kom að ágætis notum.  Við vorum 25 sem gistum í einni skólastofu og þröngt mega sáttir sitja eða þannig sko.  Við megum svo sannarlega vera stolt af unglingunum okkar þeir eru til fyrirmyndar og Ólsararnir 5 féllu eins og flís við rass í hópinn okkar.  Við viljum koma á framfæri þakklæti til Skipavíkur að gera okkur þetta kleift að komast þar sem foreldrar sáu sér ekki fært að koma með að þessu sinni, því þeir lánuðu okkur bláu rútuna sína og Palli var bílstjórinn.  Sigga Beta og Hrannar, Sigga og Brynjar, Rabbi, Ásta og fjölskylda takk fyrir þessa frábæru helgi.  Og krakkar þið voruð æðisleg takk fyrir að umbera okkur.  Aðeins að láta fylgja hér með frá stjórninni að við erum fjárþurfi og ætlum að fara á stað með fjáröflun og byrjum á þriðjudaginn 4. júlí, þá ætlum við að steikja kleinur og selja við ætlum að byrja kl. 15 að undirbúa og vonum að þið foreldrar sem eigið lausan tíma kl.16 sjáið ykkur fært að koma og  fletja, snúa og steikja.  Við ætlum svo að fá krakkana upp úr kl.18 til að fara að selja í hús, athugið það þurfa kannski ekki allir að vera í einu, sumir foreldrar komast kannski ekki fyrr en upp úr kl. 18 eða seinna.  Vinsamlega hafið samband við Guffý í síma 438 1469 eða 897 8513.  Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ef við viljum að börnin okkar séu að iðka íþróttir þá kostar það eitthvað.

                Bestu kveðjur,   
                               
Páll Sveinsson,

                                                Eydís Eyþórsdóttir og Ari Bergmann,

                                                Guðfinna D. Arnórsdóttir

 

 

Háttvísu bronsstelpurnar
Strákarnir með gullið og bikarinn.  Rafn þjálfari er þessi með húfuna.