Fótboltaáhugi

Meistarflokkur karla í knattspyrnu hér í Stykkishólmi býður upp á knattspyrnuskóla fyrir krakka frá 6 – 16 ára í næstu viku og skv. viðbrögðum við námskeiðinu á Facebook síðu Snæfell fótbolti yngri, þá er ljóst að áhugi fótbolta er all nokkur. Það eru þeir Páll Margeir Sveinsson og James Baird sem báðir eru viðurkenndir fótboltaþjálfarar ásamt Uros Maledonovich og Boris Spasojevic sem verða leiðbeinendur á námskeiðinu.