Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Fótboltamaraþon

Fótboltaæfingar eru að fara af stað hér í Stykkishólmi undir stjórn Kára Péturs Ólafssonar. Fótbolti verður æfður hér tvisvar í viku í vetur en keppt er undir merkjum Snæfellsness. Samstarf um fótbolta yngri iðkenda hefur verið í gangi í nokkuð langan tíma og mun samstarfið taka þátt í tveimur mótum í vetur. Á föstudag verður bryddað upp á Maraþonfótbolta í Ólafsvík í fjáröflunarskyni fyrir samstarfið. Krakkarnir á Nesinu spila þá fótbolta í 24 tíma samfleytt.
Allar nánari upplýsingar er að finna á Facebooksíðunni: Snaefell fotbolti yngri

sp@anok.is