Fótbolti á fullu

Snæfellsnessamstarf í fótboltaUngmennafélögin á Snæfellsnesi (UMF Reynir, UMF Víkingur, UMFG Grundarfirði og Snæfell) keppa undir merkjum Snæfellsness samstarfsins í knattspyrnu og hefur svo verið um nokkurra ára bil. Liðið í 5.fl.kk lék á Stykkishólmsvelli s.l. mánudag gegn Grindavík.
Heldur hefur færst líf á völlinn en nokkrir leikir hafa verið á honum í sumar og æfingar reglulegar. Eftir að völlurinn var gataður og borið í hann sandur hefur hann tekið stakkaskiptum og er nú iðagrænn. Alla nánari upplýsingar um fótboltaæfingar í Stykkishólmi má fá á heimasíðu Snæfells, www.snaefell.is
Siglingar
Siglinganámskeið siglingaklúbbs Snæfells eru nú hafin og þrátt fyrir heldur vindasama viku, þá létu starfsmenn og nemendur það ekki á sig fá og sjá mátti seglbátana á hafnarsvæðinu í upphafi viku. Guðbrandur Björgvinsson, Ágúst Einarsson og Brynjar Stefánsson sjá um kennslu á námskeiðinu. Allar nánari upplýsingar er að fá á heimasíðu Snæfells www.snaefell.is
am