Gömlu karlarnir og gömlu konurnar sem æfa blak í Snæfelli tóku þátt í öldungamóti Blaksambandsins í Snæfellsbæ og Grundarfirði um síðustu helgi.

Gamlir blakarar gera það gott

Gömlu karlarnir og gömlu konurnar sem æfa blak í Snæfelli tóku þátt í öldungamóti Blaksambandsins í Snæfellsbæ og Grundarfirði um síðustu helgi.

Gerðu liðin það bara nokkuð gott enda búin að æfa gríðarlega vel.  Sem fyrr var áherslan hjá gamla karlaliðinu í leik þeirra að sýna gott atgervi á velli og tókst það með eindæmum vel.  Raunar svo vel að mótshaldarar héldu að unglingaflokkur Snæfells hefði verið sendur á mótið.  Eftir gríðarbaráttu enduðu gömlu karlarnir nokkuð örugglega í 3 sæti í sínum riðli.  Gömlu konurnar stóðu sig ekki síður þrátt fyrir að þær hafi ekki æft jafnvel og karlaliðið fyrir mótið.  En þær hafa getuna fram yfir gömlu karlana og því lögðu þær áherslu á blakið og með það góðum árangri að þær enduðu í efsta sæti í 6 deildinni og fara því væntanleg upp um deild.  Þær töpuðu aðeins einum leik sem skipti ekki máli því þær voru þegar búnar að vinna deildina.

Öldungalið kvenna ásamt þjalfara.  Ljósm.Gunnar Ó Sigmarsson