Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Geof Kotila enn í bikarúrslitum

Geof Kotila hélt áfram þar sem frá var horfið í Danmörku og kom nýja liði sínu Næstved i úrslit bikarsins í Danmörku s.l.helgi.  Þetta var í 7unda skiptið sem Geof fer í úrslit bikarsins í Danmörku og hér heima vann hann sem kunnugt er bikarinn með Snæfelli síðasta vor.  Nú var Geof mættur með sitt nýja lið, Team Fog Næstvedí leik gegn Bakken Bears sem Geof þjálfaði á sínum tíma og vann einmitt bikarinn með en með því liði leikur nú annar gamall Snæfellspiltur, Martin Thuesen.

Geof Kotila hélt áfram þar sem frá var horfið í Danmörku og kom nýja liði sínu Næstved i úrslit bikarsins í Danmörku.  Þetta var í 7unda skiptið sem Geof fer í úrslit bikarsins í Danmörku og hér heima vann hann sem kunnugt er bikarinn með Snæfelli síðasta vor.  Nú var Geof mættur með sitt nýja lið, Team Fog Næstved Bakken Bears sem Geof þjálfaði á sínum tíma og vann einmitt bikarinn með en með því liði leikur nú annar gamall Snæfellspiltur, Martin Thuesen.

Bakken Bears sem hefur verið stórveldi í dönskum körfuknattleik í mörg undanfarin ár hefur hinsvegar mætt töluverðri mótspyrnu í deildinni í vetur.  Töpuðu til að mynda fyrir Geof Kotila og félögum í Næstved fyrir áramót og svo nú eftir áramótin fyrir Anders Katholm og félögum í Horcens IC sem hafa verið í botnsætinu lengst af tímabilsins án stiga.  En byrja sem sagt árið á að leggja stórlið Bakkens og virðast vera að hressast enda lykilmenn að koma til baka eftir meiðsli.  Í leik Horcens og Bakken Bears var Snæfellspilturinn geðþekki Anders Katholm í banastuði og smellti niður 17 stigum. Martin Thuesen var með 5 stig fyrir Bakken Bears en Horcens vann leikinn á endanum 78-82.  Horcens situr þó enn í botnsætinu með 2 stig og Bakken Bears er í 3.sæti með 18 stig.  Næstved er hinsvegar í 6 sætinu með 12 stig.
     Svo vikið sé aftur að bikarúrslitaleiknum á milli Team Fog Næstved og Bakken Bears þá voru sem sagt tveir Snæfellsjaxlar í úrslitaleiknum þeir Geof Kotila með Næstved og Martin Thuesen með Bakken Bears.  Martin og félagar í Bakken Bears reyndust vera sterkari aðilinn í leiknum sem var stórskemmtilegur og þar má m.a. sjá kunnuglega takta hjá meistara Kotila í leikhléum.  Leiknum lauk með 5 stiga sigri Bakken Bears 83-78.  Leikurinn er nú kominn á netið og hann má sjá hér
Tölfræði leiksins má sjá hér.

Anders ásamt syni sínum eftir sigurleikinn gegn Fjölni í bikarnum í fyrra.
Martin Thuesen kátur í Fjárhúsinu eftir að hafa tryggt Snæfelli sigur með þristi við endalínu á lokaflautinu í leik gegn KR í mars 2007